Biblíulestur- Matteusarguðspjall brotið til mergjar

Deildu þessu:

Sóknarprestur sr. Sighvatur og sr. Örnólfur á Skútustöðum leiða samverur um Matteusarguðspjall annan hvern mánudag í Bjarnahúsi frá kl. 17.00-18.00.  Fyrsta samvera vetrarins verður mánudaginn 14. október í Bjarnahúsi. Á þessa samveru kemur sr. Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur og flytur erindi um guðspjallið þar sem hann veltir fyrir sér hvernig  má lesa guðspjallið á mismunandi hátt? Hvað var höfundurinn að segja og kenna? Hverjar eru stóru línurnar í bókinni, því að Matteusarguðspjall var sérstök bók? Þar koma fram róttækar skoðanir um Guð, kröfur um líferni ofar mannlegri getu, boðskapur um Guðs ríki sem sigrar það sem illt er, um samfélag fyrirgefningar og umhyggju, um þjónustu við þá sem minna mega sig. Þessir fimm þættir verða skýrðir og bent á þýðingu þeirra fyrir kirkju og samfélag. Allir eru velkomnir. Kaffi á könnunni.