Að vanda verður fjölbreytt og skemmtilegt barnastarf í Húsavíkursókn í febrúar. Sunnudagaskólinn verður í Bjarnahúsi á sunnudögum kl. 11.00 og Kirkjuprakkarar á fimmtudögum kl. 16.30 Foreldrar eru hvattir til að fjölmenna með börnin í sunnudagaskólann og hvetja börnin í 1-4 bekk að sækja Kirkjuprakkarana á fimmtudögum í Bjarnahúsi kl. 16.30. Umsjón með barnastarfinu hefur Ásta Magnúsdóttir. Ég minni líka á Facebooksíðu Húsavíkurkirkju sem uppfærð nokkuð reglulega.