Nú er sunnudagaskólinn byrjaður aftur. Frábær mæting sl sunnudag, þrátt fyrir hvassviðri og veðurviðvaranir.
Við heyrðum söguna af því þegar María og Jósef flúðu með Jesúbarnið til Eygptalands. Við ræddum um flóttafólk í dag og mikilvægi þess að sýna hvert öðru væntumþykju, virðingu og hjálpsemi. Börnin sungu eins og englar og í bænastundinni báðum við sérstaklega fyrir öllum börnum í heiminum og sérstaklega þeim sem hafa þurft að flýja heimili sín, vegna stríðs eða annarra aðstæðna. Síðan fórum við í Bangsahlaup og Töfrasönginn og Mýsla og Rebbi kíktu við. Tvær afmælisstúlkur fengu glaðning og völdu sér bænaspjald að gjöf.
Í vikunni byrjar svo TTT – kirkjustarf fyrir börn í 5. – 7. bekk. Næstu 4 þriðjudaga verður samvera í Bjarnahúsi, þar sem farið verður í leiki, föndrað, bakað og undirbúin æskulýðsmessa sem verður þann 26. febrúar. Tónasmiðjan verður með okkur í þeirri messu og hlökkum við til samstarfsins. Biblíusaga, bænastund og samtal um samskipti og fleira sem við erum öll að fást við er hluti af samverustundunum í TTT, og auðvitað er líka boðið upp á hressingu, djús og ávexti eða kex. Starfið er ókeypis og öllum opið á þessum aldri.