Barnastarf kirkjunnar hefst að nýju

Deildu þessu:

Fyrsti sunnudagaskólinn á árinu 2021 var sunnudaginn 14.febrúar. Það var náttfata- og kósýgalla sunnudagaskóli. Skemmtileg og notaleg stund. Rétt um 25 manns mættu í Bjarnahús. Nú er búið að opna á milli stofanna tveggja sem voru niðri og því rúmgóður salur og fullorðna fólkið gat setið með 2m sín á milli.

Sunnudagaskólinn er ætlaður börnum á aldrinum 8 ára og yngri. Þau sem mættu á sunnudaginn voru mjög áhugasöm, dugleg að syngja og hlustuðu vandlega á söguna um Miskunnsama Samverjann. Mýsla og Rebbi rifjuðu upp söguna um Ljónið og músina.

Tvær stúlkur fengu afmælisgjafir, en kirkjan gefur afmælisbörnum sunnudagaskólans litla gjöf, þær fengu að velja hvor þær biblíugogg, bænaspjal eða bókina um gleðina. Biblíugoggurinn er býsna vinsæll. Þar sem sunnudagaskólinn hefur ekki verið síðan í október, afhendum við líka börnum sem áttu afmæli síðan þá, afmælisgjöf og gleðjumst yfir hverju og einu barni.

Næsta sunnudag verður sameiginlegt upphaf í kirkjunni, foreldrar og börn koma í kirkjuna þar sem við syngjum saman og Halla og krakkarnir flytja kirkjugestum ,,Orð dagsins” sem eru orð Jesú Krists sem finna má í biblíugogginum og kíkjum í fjársjóðskistuna. síðan fara börnin ásamt Ástu Magnúsdóttur yfir í Bjarnahús þar sem sunnudagaskólinn heldur áfram. Hvetjum foreldrar, ömmur og afa til að mæta og eiga dýrmæta stund með börnunum í gleði, söng og kærleika. 149392584_273431140865622_2548965352226310370_n (1) 150499869_176216600642863_5028638493364448235_n 151299626_702109207129999_1036538607221560553_n