Barnahátíð á Vestmannsvatni á Skírdag

Deildu þessu:

Á Skírdag, fimmtudaginn 17. april  kl. 11.00—12.30 bjóðum við öllum börnum og foreldrum, öfum og ömmum að koma í Kirkjumiðstöðina að Vestmannsvatni þar sem verður sungið, trallað,  sögð saga páskanna og farið í leiki með börnunum.  Öllum boðið upp á pylsur og djús að dagskrá lokinni.  Umsjón hafa sr. Sólveig Halla og sr. Þorgrímur . Verið velkomin.  Leiðarlýsing: Ekið inn Aðaldal, beygt inn afleggjara til Grenjaðarstaðar, síðan er  beygt inn afleggjara hjá Fagranesi og ekið gegnum hlaðið. Kirkjumiðstöðin er undir hlíðinni við vatnið.