Barnahátíð á Vestmannsvatni
Sunnudaginn 15. Apríl frá kl. 11:00-13:00
Sóknirnar í prófastsdæminu sameinast um skemmtilega og uppbyggilega samverustund fyrir yngstu kynslóðina þar sem Mýsla og Rebbi koma við sögu. Fjórir páskaþættir með Hafdísi og Klemma verða sýndir. Mikill hreyfisöngur enda hreyfiþörf barna og fullorðinna mikil. Biblíufræðsla á sínum stað og gömlu góðu bænirnar. Svo verður öllum boðið upp á pylsur og meðlæti. Sóknarprestarnir mæta á svæðið með aðstoðarfólki Fjölskyldur koma sér sjálfar á staðinn. Leiðarlýsing: Í Aðaldal er tekinn afleggjari að Grenjaðarstað, beygt til hægri að Fagranesi og keyrt meðfram hlðinni að kirkjumiðstöðinni.
Skútustaðaprestakall
Húsavíkurprestakall
Grenjaðarstaðarprestakall
Skinnastaðarprestakall
Fjölmennum
Sóknarprestarnir