Bangsadagur í Sunnudagaskólanum 6. mars kl. 11

Deildu þessu:

Við hvetjum börnin til að koma með uppáhalds bangsann sinn eða brúðu í sunnudagaskólann í Bjarnahúsi. Við ætlum að fjalla sérstaklega um traust og vináttu og að venju verður mikill söngur, brúðuleikrit og biblíusaga. Við hvetjum foreldra, afa og ömmu til að mæta með börnunum og að sjálfsögðu mega þau koma með gömlu bangsana eða brúðurnar sínar ef þau eru ennþá til.

Hlökkum til að sjá ykkur. Sólveig Halla  og leiðtogar barnastarfsins