Ásta Magnúsdóttir hefur umsjón með Sunnudagaskólanum í vetur

Deildu þessu:

Sóknarnefnd hefur ráðið Ástu Magnúsdóttur, tónmenntakennara og kórstjóra hjá Tónlistarskóla Húsavíkur til að hafa umsjón með Sunnudagaskóla Húsavíkurkirkju í vetur.  Undanfarna vetur hefur hún tekið þátt í sunnudagaskóla Akureyrarkirkju.  Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa hjá okkur og  óskum hennar Guðs blessunar í lífi og starfi.  Fyrsti Sunnudagaskólinn verður í Bjarnahúsi Sunnudaginn 28 september kl. 11.oo – gengið inn um aðaldyr.