Ánægjulegur dagur á Hólavatni

Deildu þessu:

Hressir krakkar úr NTT ( 9-12 ára)  starfi Húsavíkurkirkju héldu á Hólavatn sl. laugardag. Þar komu saman tæplega 80 krakkar sem hafa verið í kirkjustarfi, frá Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri og Eyjafjarðarsveit auk Húsvíkinga. Veðrið lék við okkur og var hópurinn mestan part dagsins úti. Eftir að leiðtogar, djákni og prestar höfðu heilsað hópnum og boðið alla velkomna, var farið út í leiki þar til hringt var í hádegismat, en boðið var upp á pylsur og  svo ferska ávexti í eftirmat.

Að hádegismat loknum var frjáls tími, þar sem hægt var að fara í skógarferð, finna hengirúm þar og slaka og njóta, hoppa á trampólíninu, spila tennis, körfubolta eða fara út á vatnið, ýmist á hjólabát eða árabát, sem var reyndar vinsælasta afþreyingin. Að loknum frjálsa tímanum var biblíufræðsla þar sem sr. Sólveig Halla sagði söguna um Miskunnsama Samverjann. Að því loknu var hressing djús, kex, kleinur og fleira og svo skiptu krakkarnir sér í hópa og unnu saman í  klukkustund verkefni sem tengdust þema biblíusögunnar. Að því loknu, sýndu72528577_2114858052150656_5371266244743790592_n 72646685_407871643209689_7514106375966818304_n 73202629_946659412356562_7261655740270510080_n TTT1 ttt2 ttt3 ttt4 ttt5 ttt6 ttt7 ttt8 leiklistarhópurinn og brúðuleikritahópurinn afrakstur sinn, sem og listahópurinn og leikjahópurinn sagði frá þeim leikjum sem þau höfðu farið í þar sem reyndi á samvinnu og hjálpsemi.  Auk sóknarprests fóru með hópnum frá Húsavík, leiðtoginn Anna Birta Þórðardóttir og einnig var sérstaklega ánægjulegt að eiga gott samstarf við foreldrar barnanna í hópnum og komu þeir Hallur Lund og Þorsteinn Marinósson með í ferðina og sáu alfarið um bátafjörið og fleira. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir . Nú er námskeiðið Vinátta og virðing hálfnað og kannað verður hvort möguleiki sé að bjóða upp á svipað starf eftir áramót, enda áhugi og þátttaka mjög góð.