Allraheilagra messa- Minningar- og þakkarguðsþjónusta

Deildu þessu:

Þann 6.nóvember á Allraheilagra messu minnumst við látinna ástvina okkar.

Kvöldmessa hefst kl 20.00 en kirkjan opnar 19.30 og Attila Szebik organisti leikur á orgelið frá kl. 19.40. Kirkjugestum er velkomið að tendra minningarljós um látna ástvini sína, þegar komið er til kirkjunnar. Hugljúfir sálmar og söngvar verða sungnir og nöfn þeirra sem látist hafa á árinu og jarðsungin voru frá Húsavíkurkirkju frá Allraheilagramessu 2021 til dagsins í dag, verða lesin upp og ljós tendruð.

Góð stund þar sem við dveljum við minningarnar, leyfum okkur að sakna og þakka og felum okkur góðum Guði.

Hér má sjá nöfn þeirra sem kvöddu okkur á síðstliðnum 12 mánuðum, frá því Allraheilagramessa var sungin 2021, blessuð sé minning þeirra :

  1. Höskuldur Sigurjónsson
  2. Jón Helgi Vigfússon
  3. Védís Bjarnadóttir
  4. Hróðný Valdimarsdóttir
  5. Hrólfur Þórhallsson
  6. Sigurlaug Guðrún Egilsdóttir
  7. Unnur Káradóttir
  8. Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir
  9. Helgi Sigurðsson
  10. Pétur Jónasson
  11. Hildur Þuríður Hermannsdóttir
  12. Sigvaldi Gunnarsson
  13. Jóhannes Sigurjónsson
  14. Kormákur Darri Bjarkason
  15. Skarphéðinn Jónas Olgeirsson
  16. Hreinn Einarsson
  17. Hrefna Steingrímsdóttir
  18. Kristján Friðgeir Kárason
  19. Sigríður Atladóttir
  20. Sófus Páll Helgason
  21. Tryggvi Ísaksson
  22. Ólafur Sigurgeirsson.
  23. Sigríður Kristjana Guðmundsdóttir
  24. Gunnar Bóasson