Aftansöngur á Gamlársdag kl. 15.30

Deildu þessu:

Á gamlárdag verður messað kl. 15. 30. Guðný Þóra Guðmundsdóttir er ræðukona dagsins og  okkur hugleiðingar sínar og kirkjukórinn syngur hátíðlega sálma undir stjórn og við undirleik Attila Szebik. Prestur er Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Við hvetjum sóknarbörn til að fjölmenna og eiga góða stund í lok árs, gott að dvelja við það sem liðið er, þakka og kveðja og hlýða á uppbyggileg orð Guðnýjar Þóru og hátíðlega sálma. Allt leggjum við svo í Guðs hendur í bænastundinni í lok messunnar og göngum inn í nýtt ár undir blessun og handleiðslu lifandi Drottins okkar.