Það var fjölmenni við guðsþjónustu í Hvammi, heimili aldraðra sunnudaginn 14 október. Kirkjukór Húsavíkur söng undir stjórn nýja organistans Ilonu Laido frá Eistlandi. Sóknarprestur prédikaði og þjónaði fyrir altari. Um 80 manns sóttu þessa guðsþjónustu. Sunnudagaskólinn var síðan í Bjarnahúsi kl. 14.00. Aðsókn var með ágætum. Næsti sunnudagsaskóli verður fyrsta sunnudag í nóvember í Bjarnahúsi. Fermingarstörfin eru hafin í Bjarnahúsi. Árgangur 2005 telur 28 börn og hafa 26 ákveðið að fermast kirkjulega. Fræðslan fer fram einu sinni í viku í Bjarnahúsi. Börnin taka virkan þátt í helgihaldinu, bæði guðsþjónustum og sunnudagaskólanum þar sem þau lesa ritningarvers og bænir og leika jafnvel á gítar í sunnudagaskólanum. Landsmót æskulýðsfélaga verður haldið 26-28 október á Egilsstöðum. Stefnt er að því að fara með nokkur börn þangað frá Húsavík.