Það er stundum sagt að mánudagar séu til mæðu. Þingeyingar hafa afsannað þetta undanfarin mánudagskvöld í safnaðarheimilinu á Húsavík. Þar hafa kvenfélagskonur eldað gómsætan mat af biblíulegum toga. Réttirnir hafa gengið undir nöfnunum: Fiskur að hætti Símonar Péturs, Heródesarkjúklingur og Týnda syninum fagnað.

Réttirnir voru forvitnilegir og smökkuðust vel að sögn þátttakenda, þrátt fyrir að hvítlaukurinn hafi verið mikill í einum réttinum en þá voru settir 120 bátar í hann. Prestarnir sáu um andlega fóðrið með föstu – efni. Hvernig svo sem það er nú hægt, eða þannig. En síðasta samveran er að viku liðinni og eru allir velkomnir en sóknarprestur húsvíkinga tekur við skráningum.