Af helgihaldi um Páskana

Deildu þessu:

Um 80 sóttu árlega Páskavöku í Húsavíkurkirkju í gærkvöldi. Margir þáðu að minnast skirnar sinnar með því að fá yfir sig vatnskross, meðhjálparinn sá til þess að sóknarprestur gat það við mikla kátínu viðstaddra. Páskalambið sem kirkjugestir smökkuðu var ljúffengt og páskaeggið líka.  Að morgni Páskadags var sungin messa í kirkjunni þar sem lítið barn var skírt og Pétur Skarphéðinsson var settur inn í embætti meðhjálpara með fyrirbæn og góðum óskum inn í starfið.  Um 60 sóttu messuna. Síðan var fjölmenni við helgistund í Hvammi og á öldrunardeildinni. Kirkjukórinn söng við helgihaldið undir stjórn Judit György.