Helgihald í sókninni var sæmilega sótt í dymbilviku og um Páskahátíðina. Fermingarguðsþjónustan var fjölsótt. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru lesnir af átta leikmönnum auk sóknarprests sem nutu þess að lesa þá í kirkjunni fyrir þá sem hlýddu á. Páskavakan var áhrifarík og skemmtileg en nú var hún haldin í níunda skipti í Húsavíkurkirkju. Á Páskadag var guðsþjónusta í kirkjunni og á öldrunardeild og á Dvalarheimilinu Hvammi. Kirkjukór Húsavíkur söng við helgihaldið undir stjórn kirkjuorganistans Judit György. Um 300 sóttu helgihaldið á þessu tímabili. Prédikun sóknarprests á Páskadag í kirkjunni er að finna hér. Gleðilega Páska.