Af aftansöng í Húsavíkurkirkju

Deildu þessu:

Góð messusókn var við aftansöng á Aðfangadagskvöld jóla í Húsavíkurkirkju en mikið hvassviðri með ofankomu gerði eins og hendi væri veifað um kl. 17.30. Um 160 manns sóttu aftansönginn.  Kirkjan ómaði öll af sálmasöng og tilheyrandi hátíðarsöng sem kirkjukórinn leiddi undir stjórn Judit György organista sem sagði sóknarpresti að loknum aftansöng að orgelið hefði verið á hreyfingu allan aftansönginn og einnig bekkurinn sem hún sat á þannig að hún átti fullt í fangi með að slá ekki feilnótu.  Stóra ljósakrónan yfir miðju kirkjuskipi vaggaði út aftansönginn í takt við hjörtu kirkjugesta líkt og segir í sálminum ,,Nóttin var sú ágæt ein” sb 72.: ,,Með vísnasöng ég vögguna þína hræri.” Gleðileg jól