Aðventutónleikar kóra kirkjunnar

Deildu þessu:

Kirkjukór Húsavíkur hélt árlega aðventutónleika sína 7. desember undir stjórn Judit György. Lisa Mc Master lék á flautu og Aladár Rácz á píanó. Gestakór var Sólseturskórinn undir stjórn Sigurðar Hallmarssonar.Lagavalið var fjölbreytt og skemmtilegt og kom fjölmörgum kirkjugestum í hátíðarskap.Að sögn eins þeirra voru þessir tónleikar með þeim betri sem hann hafði sótt.

Gospelkór Húsavíkurkirkju hélt sína tónleika viku fyrr ásamt hljómsveit undir stjórn Guðna Bragasonar. Einsöngvari var Ína Valgerður Pétursdóttir. Þetta voru ljúfir og góðir tónleikar í upphafi aðtventunnar.