Aðventustund barnanna

Deildu þessu:

Fjölmennt var á Aðventustund barnanna 2.sunnudag í aðventu. Kveikt var á Spádómskertinu og Betlehemskertinu. Fermingarbörn fluttu ljóð um ljósin í heiminum og saga jólanna sögð í máli og myndum. Að sjálfsögðu var líka sungið. Kirkjugesti héldu síðan yfir í Bjarnahús að stundinni lokinni. Þar var gengið í kringum jólatréð og sungið og Gluggagæir og Skyrgámur komu síðan í heimsókn. Eftir að hafa sungið og dansað gáfu þau börnunum dálítinn glaðning.

Við þökkum fyrir ánægjulega samverustund.