Húsavíkurkirkja

 

Andlát og útför

Látin er Ásthildur Guðmundsdóttir, hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri þann 18.okt sl. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju mánudaginn 26. okt. kl. 14.00

Vegna aðstæðna í samfélaginu verða einungis allra nánustu aðstandendur viðstaddir, en streymt verður frá athöfninni á facebooksíðu Húsavíkurkirkju.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 23/10 2020

Andlát og útför

Látin er Sigurbjörg Kristjánsdóttir, frá Stöng í Mývatnssveit. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri þann 15.október. Útför hennar mun fara fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 24.okt. kl. 14.00 en vegna aðstæðna, munu aðeins nánustu aðstandendur vera viðstaddir. Streymt verður frá útförinni á Fésbókarsíðu Húsavíkurkirkju.

Lilies | Beautiful flowers, Lily flower, White lilies

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 20/10 2020

Skírn

Erika Hrafney Einarsdóttir, var skírð laugardaginn 10.10. 2020. Foreldrar hennar eru Elva Héðinsdóttir og Einar Páll Þórisson Skírt var heima, á Álfhól 9. Skírnarvottar/guðmæður eru Svanhvít Jóhannesdóttir og Sigríður Hörn Lárusdóttir.  Innilegar hamingjuóskir.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 15/10 2020

Andlát og útför

Látin er Stefanía Tómasína Jóhannesdóttir. Hún lést á Skógarbrekku þann 6. október, útför hefur farið fram í kyrrþey.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 15/10 2020

Laust starf organista

organistaauglýsing

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 5/10 2020

Hinsta kveðja

Jaan Alavere tónlistarmaður og kennari, lést á heimili sínu 3.september. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey.

Jaan var nýráðinn organisti við Húsavíkurkirkju og hóf störf í ágústmánuði sl. Hann var ákaflega hæfileikaríkur tónlistarmaður og einstök manneskja. Hans er sárt saknað, við kveðjum með djúpu þakklæti og miklum söknuði. Innilegar samúðarkveðjur til eiginkonu og dætra. Hvíl í friði, kæri Jaan.

Candlepower - Wikipedia

 

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 15/9 2020

Frá sóknarnefnd Húsavíkurkirkju

Ágætu Húsavíkingar og nærsveitungar. Við í sóknarnefnd Húsavíkursóknar viljum bjóða sr. Sólveigu Höllu hjartanlega velkomna til áframhaldandi starfa í Húsavíkurprestakalli og óskum henni og fjölskyldu hennar alls hins besta á komandi árum og megi samstarf okkar blómstra hér eftir sem hingað til. Jafnframt sendum við fráfarandi sóknarpresti sr. Sighvati Karlssyni innilegar þakkir fyrir áralanga og góða þjónustu við prestakallið og óskum honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í starfi og leik

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 12/9 2020

Andlát og útför í kyrrþey

Látinn er Hilmar Valdemarsson. Hann lést á Dvalarheimilinu Hvammi þann 31.ágúst sl. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hins látna.

Jesus and the Cross - Barabbas Road Church in San Diego, CA

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 9/9 2020

Kveðja frá sr. Sighvati

Kæru vinir í Húsavíkursókn
Það stóð til að kveðja söfnuðinn áður en næsti prestur tekur við í safnaðarguðsþjónustu í lok ágúst.
Af því varð ekki vegna covid 19 veirunnar sem tók sig upp aftur í samfélaginu. En þegar hún lætur
verulega undan síga þá mun ég kveðja söfnuðinn ásamt fjölskyldu minni í safnaðarguðsþjónustu í
samráði við sóknarnefnd. Við vitum ekki hvenær kveðjustundin gæti runnið upp, vonandi fyrr en
síðar. Við hlökkum til að sjá ykkur þar.
Með kærri kveðju
Sighvatur Karlsson, fyrrv sóknarprestur

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 9/9 2020

Skírn

grenjadarst

Bríet Lára Sandholt Óladóttir var skírð laugardaginn 5. september. Foreldrar hennar eru Fanney Lára Sandholt og Björgvin Óli Árnason.

Skírnarvottar eru Inger Ósk Sandholt og Guðfinna Árnadóttir. Skírnarathöfnin fór fram í Grenjaðarstaðarkirkju.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 7/9 2020

Húsavíkurkirkja er opin flesta daga frá kl. 9.00-16.00 yfir sumartímann. Velkomið er að heyra í kirkjuverði til að athuga með að skoða kirkjuna á öðrum tímum. Sími hans er 8611351

Sóknarprestur: Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Sími á skrifstofu er 464 1317, viðtalstímar eru þri- föst. kl. 10.00-12.00 og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Skrifstofan er lokuð á mánudögum. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið sera.halla@gmail.com

Kirkjuvörður og meðhjálpari: Guðbergur Ægisson. GSM 8611351- netfang: spreki@simnet.is

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 1317 , fax 464 1317 · Kerfi RSS