Deildu þessu:

Fermingarbörnin verða á fermingarbúðum á Kirkjumiðstöðinni á Vestmannsvatni í sólarhring um næstu helgi. Skemmtileg dagskrá í boði þar sem lífsferðin verður hugleidd eftir göngu í myrkri upp á Múlaheiði og til baka. Börnin fá jafnframt að fara í Kanóferðir á vatninu milli fræðslustunda og svo verður gott að ylja sér í heita pottinum. Matráður verður Sólveig Hjaltadóttir frá Svalbarðseyri. Prestar: sr. Sighvatur, sr. Þorgrímur, sr. Örnólfur og sr. Jón Ármann prófastur.