Húsavíkurkirkja

 

Gospelkórinn söng aðventuna inn

Gospelkór kirkjunnar söng aðventuna inn í Poppmessu í kvöld. 153 sóttu messuna þrátt fyrir hríðarkóf og slabb á götum og gangstéttum Húsavíkurbæjar.Góðir gestir tóku virkan þátt í messunni. Hjálmar Ingimars lék á bassa og Jón Gunnar Stef á trommur. Judit György kirkjuorganistinn söng einsöng með kórnum. Sóknarprestur flutti hugleiðingu, bæn og blessunarorð. Undirleikari og stjórnandi kórsins var Guðni Bragason.

, 2/12 2007 kl. 20.56

     

    Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 1317 , fax 464 1317 · Kerfi RSS