Húsavíkurkirkja

 

Mæðgur skírðar í Húsavíkurkirkju

Mæðgur skírðarÞað er ekki á hverjum degi sem mæðgur eru skírðar í sömu athöfninni. Í dag voru mæðgurnar Yulia Gogacheva og Eyja Alexandra skírðar í Húsavíkurkirkju. Eiginmaður Yuliu er Óskar Jóhannsson. Fjölskyldan er búsett að Grundargarði 5 á Húsavík. .

Skírnarvottar voru Tryggvi Jóhannson og Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson. Sóknarprestur hefur skírt börn og unglinga á sínum starfsferli en aldrei fyrr mæðgur í sömu athöfninni. Skírnarþegar eru boðnir hjartanlega velkomnar í Þjóðkirkjuna og árnað heilla á guðsríkisbraut

, 27/9 2007 kl. 21.29

     

    Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 1317 , fax 464 1317 · Kerfi RSS