1.des nálgast

Deildu þessu:

Nú styttist í fyrsta desember.

Af hverju er ég að minnast á það núna hér?

Mörg ykkar vita án efa af hverju en önnur ekki. Ástæðan er sú að þann fyrsta desember á hverju ári er ákveðið hversu margir eru skráðir í hvaða trú- og lífsskoðunarfélag. Ég hvet ykkur því eindregið til þess að skoða ykkar skráningu því hún hefur áhrif á hvaða starfsemi er hægt að bjóða uppá í kirkjunni í þínu nærsamfélagi.

Af augljósum ástæðum tala ég fyrir því að sem flest skrái sig í þjóðkirkjuna. Það geri ég því ég veit að sú þjónusta sem kirkjan býður upp á er að stórum hluta greidd með sóknargjöldunum.

Sóknargjöldin fara ekki í það að borga fyrir yfirstjórn kirkjunnar. Þau greiða ekki laun presta, biskups, vígslubiskupa eða annarra starfskrafta biskupsstofu.

Sóknargjöldin fara beint og óskipt til þinnar heimasóknar. Sóknargjöldin borga fyrir organista, kirkjuvörð og húsvörð, æskulýðsstarfsfólk, og allt annað starfsfólk sem sóknin þín hefur. Sóknargjöldin standa undir kórastarfi, barna- og æskulýðsstarfi, veitingum og kaffi. Sóknargjöldin borga fyrir viðgerðir og rekstur kirkjunnar þinnar. En duga kannski skammt þegar um mikið viðhald er að ræða .Þess vegna eru Hollvinasamtök Húsavíkurkirkju mikilsvirði.

Sunnudagaskólaefni, fjársjóðskista, límmiðar, myndir, föndurefni, gestafyrirlesarar , viðgerðir og þrif – allt fylgir það öflugu barnastarfi og fræðslustarfi og er greitt með sóknargjöldum.

Ef þú ert eða hefur verið ósátt/ur við stjórn kirkjunnar en finnst starfið sem sóknin er að vinna gott, ekki segja þig úr kirkjunni vegna þess. Það bitnar á sókninni þinni, starfinu í þinni heimakirkju, en ekki stofnuninni þjóðkirkjunni með því að segja þig úr kirkjunni.

Endilega kíkjum á island.is og skoðum hvort skráningin okkar sé eins og við viljum að hún sé.

Hér eru nokkrar myndir úr öflugu safnaðarstarfi