Húsavíkurkirkja

 

1.des nálgast

safnstarf6 safnstarf5 safnstarf2 safnstarf1Nú styttist í fyrsta desember.

Af hverju er ég að minnast á það núna hér?

Mörg ykkar vita án efa af hverju en önnur ekki. Ástæðan er sú að þann fyrsta desember á hverju ári er ákveðið hversu margir eru skráðir í hvaða trú- og lífsskoðunarfélag. Ég hvet ykkur því eindregið til þess að skoða ykkar skráningu því hún hefur áhrif á hvaða starfsemi er hægt að bjóða uppá í kirkjunni í þínu nærsamfélagi.

Af augljósum ástæðum tala ég fyrir því að sem flest skrái sig í þjóðkirkjuna. Það geri ég því ég veit að sú þjónusta sem kirkjan býður upp á er að stórum hluta greidd með sóknargjöldunum.

Sóknargjöldin fara ekki í það að borga fyrir yfirstjórn kirkjunnar. Þau greiða ekki laun presta, biskups, vígslubiskupa eða annarra starfskrafta biskupsstofu.

Sóknargjöldin fara beint og óskipt til þinnar heimasóknar. Sóknargjöldin borga fyrir organista, kirkjuvörð og húsvörð, æskulýðsstarfsfólk, og allt annað starfsfólk sem sóknin þín hefur. Sóknargjöldin standa undir kórastarfi, barna- og æskulýðsstarfi, veitingum og kaffi. Sóknargjöldin borga fyrir viðgerðir og rekstur kirkjunnar þinnar. En duga kannski skammt þegar um mikið viðhald er að ræða .Þess vegna eru Hollvinasamtök Húsavíkurkirkju mikilsvirði.

Sunnudagaskólaefni, fjársjóðskista, límmiðar, myndir, föndurefni, gestafyrirlesarar , viðgerðir og þrif – allt fylgir það öflugu barnastarfi  og fræðslustarfi og er greitt með sóknargjöldum.

Ef þú ert eða hefur verið ósátt/ur við stjórn kirkjunnar en finnst starfið sem sóknin er að vinna gott, ekki segja þig úr kirkjunni vegna þess. Það bitnar á sókninni þinni, starfinu í þinni heimakirkju, en ekki stofnuninni þjóðkirkjunni með því að segja þig úr kirkjunni.

Endilega kíkjum á island.is og skoðum hvort skráningin okkar sé eins og við viljum að hún sé.

Hér eru nokkrar myndir úr öflugu safnaðarstarfi

Búninga sunnudagaskóli

Búninga sunnudagaskóli

fjör í búninga sunnudagaskóla

fjör í búninga sunnudagaskóla

fermingarbörn leysa málin

fermingarbörn leysa málin

k 195 hugleiðsla og slökun 73202629_946659412356562_7261655740270510080_n

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 11/11 2021

Andlát

Látinn er Höskuldur Sigurjónsson, til heimilis að Skálabrekku 19. Hann lést föstudaginn 29.október á sjúkradeild HSN- Húsavík. Útförin fer fram í kyrrþey, að ósk hins látna.

90,000+ Best White Rose Photos · 100% Free Download · Pexels Stock Photos

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 2/11 2021

Bleik stund í Húsavíkurkirkju í kvöld, 20.október, kl. 20.00

Krabbameinsfélag Suður-Þingeyinga veitir ómetanlegan stuðning bæði einstaklingum og fjölskyldum sem glíma við krabbamein. Bleik stund verður í kirkjunni á miðvikudagskvöldið kl.20.00, þar verður söfnunarbaukur í anddyrinu og við hvetjum Húsvíkinga og nærsveitarfólk til að styðja málefnið og njóta góðrar stundar. Svava Steingrímsdóttir og Einar Óli Ólafsson flytja ljúf lög og Kirkjukórinn syngur undir stjórn Attila Szebik. Helga Sigurbjörg Gunnarsdóttir um flytja erindi en sr. Sólveig Halla leiðir stundina. ❤ Allir hjartanlega velkomnir.  Mynd: Hjálmar Bogi Hafliðason

bleikstundhjálmar

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 20/10 2021

Skírn

Þann 8. september var Guðný Anna skírð í Húsavíkurkirkju. Foreldrar hennar eru Snædís Birna Björnsdóttir og Heiðar Hrafn Halldórsson. Skírnarvottar eru Kristín Elfa Björnsdóttir, Líney Helga Björnsdóttir og Pálína Sigrún Halldórsdóttir. Það var sr. Sighvatur Karlsson sem skírði. Innilegar hamingju- og blessunaróskir.

 

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 18/10 2021

Skírn

Laugardaginn 9.október var Freyr Vignisson skírður í Húsavíkurkirkju. Foreldrar hans eru Vignir Stefánsson og Maria Sofia Helander.

Skírnarvottar eru Sigurgeir Ágúst Stefánsson, Ingvar Berg Dagbjartsson, Terhi Susanna Poikela, Pia Johanna Piispa, Petteri Johannes Piispa og Hertta Maria Narvanen. Innilegar hamingju- og blessunaróskir.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 14/10 2021

Andlát og útför

Herdís Þuríður Sigurðardóttir lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík laugardaginn 18. september. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 29. september kl. 14:00

Pink Roses Puzzle - frjáls leikur - Free Games Max

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 22/9 2021

Skírnir

Laugardaginn 18.september var Hinrik Hrafn Davíðsson, skírður í Húsavíkurkirkju. Foreldrar hans eru Sólveig Ása Arnarsdóttir og Davíð Þórólfsson. Skírnarvottar eru Svava Hlín Arnarsdóttir og Einar Már Þórólfsson.

Sunnudaginn 12. september var Smári Hrafn Sylvíuson skírður. Móðir hans er Sylvía Smáradóttir.  Skírnarvottar Smára Hrafns eru Rafnar Smárason, Brynjar Smárason og Tinna Þórarinsdóttir. Skírnarathöfnin fór fram að Sólbrekku 23.  Innilegar hamingju-  og blessunaróskir.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 21/9 2021

Andlát og útför

Ólöf G. Kristmundsdóttir (Lóló) lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík sunnudaginn 5. september. Útförin fer fram í Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 16. september kl. 14:00 og verður streymt á facebooksíðu kirkjunnar

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 8/9 2021

Hjónavígsla

Hjónavígsla fór fram í Einarsstaðakirkju í Reykjadal, laugardaginn 4.sept. Gefin voru saman Hilda Kristjánsdóttir og Haraldur Kristinn Gyðuson. Svaramenn voru Kristján Eysteinsson og Héðinn Björnsson.Innilegar hamingjuóskir .

241641422_450462262792298_3077053344556992355_n

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 8/9 2021

Skírn

Laugardaginn 4. september var Heiðdís Björg skírð. Foreldrar hennar eru Harpa Lind Pálsdóttir og Arnar Ingi Gunnarsson.  Skírnarvottar voru Gunnar Jónas Einarsson, Anna Dís Pálsdóttir og Páll Ólafsson. Skírnarathöfnin fór fram í  félagsheimilinu Heiðarbæ í Reykjahverfi. Hamingju- og blessunaróskir.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 8/9 2021

Húsavíkurkirkja er opin flesta daga frá kl. 9.00-16.00 yfir sumartímann. Velkomið er að heyra í kirkjuverði til að athuga með að skoða kirkjuna á öðrum tímum. Sími hans er 8611351
Kirkjuvörður í sumarafleysingum er Kristján Arnarson sími hans er 865 5060

Sóknarprestur: Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Sími á skrifstofu er 464 1317, viðtalstímar eru þri- fimmt. kl. 10.00-12.00. Sóknarprestur er í fríi á mánudögum og skrifstofan er þá lokuð. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið solveigk@kirkjan.is Ef erindið þolir enga bið, hringið þá í 8207275

Kirkjuvörður og meðhjálpari: Guðbergur Ægisson. GSM 8611351- netfang: spreki@simnet.is

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 1317 , fax 464 1317 · Kerfi RSS