Húsavíkurkirkja

 

Orgelstund og bæn í föstudagshádeginu

Föstudaginn 20.maí í hádeginu frá kl. 12.15- 12.45 verður orgel- og bænastund.

Samveran hefst með stuttri bæn og slökun, síðan er leikið á orgelið í 10-15mín og við ljúkum með fyrirbænastund.

Fyrirbænarefni má senda til sóknarprests á netfangið solveigk@kirkjan.is eða hringja í síma 464 1317.

botnsvatnmynd

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 18/5 2022

Skírn

Laugardaginn 7.maí var Heiða Ósk skírð. Foreldrar hennar eru Aðalbjörg Birgisdóttir og Hannes Lárus Hjálmarsson. Skírnarvottar voru Kristens Andri Hjálmarsson og Arnþór Haukur Birgisson. Athöfnin fór fram í heimahúsi, á Hellu í Mývatnssveit. Hamingju- og blessunaróskir .

74287338_2492504247631525_5149272132676485120_n

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 12/5 2022

Laust starf

Laus er 100% staða hjá Húsavíkursókn og Kirkjugörðum Húsavíkur.

Fjölbreytt starf kirkju-/kirkjugarðsvarðar og meðhjálpara.

Helstu verkefni:

· Umsjón og þrif á fasteignum og umhverfi í kringum kirkju og safnaðarheimili.

· Umsjón og undirbúningur í kirkju fyrir hverskyns athafnir og viðburði í henni.

· Umsjón með Bjarnahúsi og undirbúningur fyrir daglegt starf sem þar fer fram og fyrir fundi og samkomur þegar húsið er í útleigu.

· Umsjón með innkaupum og ýmsum öðrum smærri verkefnum sem lúta að safnaðarstarfinu.

· Húsvarsla og þrif á fasteignum og tækjum í Kirkjubæ, þ.m. líkbíl.

· Umsýsla með kirkjugörðum Húsavíkur.

· Umsjón með grafartöku og skráningu legstaða.

_______________________________________________________________________

Hæfniskröfur: Að vera skipulagður í starfi, með ríka þjónustulund og samskiptafærni.

Frekari upplýsingar um starfið veitir formaður sóknarnefndar Helga Kristinsdóttir í síma 8932130, milli kl. 9.00 -16.00 virka daga

Umsóknarfrestur er til 20.maí n.k.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og meðmæli.

Æskilegast er að viðkomandi starfsmaður geti hafið störf 1. júní n.k.

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 8/5 2022

Andlát og útför

Hildur PálínaHermannsdóttir lést á Hjúkrunarheimilinu Hvammi á Húsavík mánudaginn 2. maí. Útförin fer fram mánudaginn 16 maí kl. 14:00

útför blom

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 5/5 2022

Andlát og útför

Pétur Jónasson ljósmyndari lést föstudaginn 29 apríl. Útförin fer fram í Húsavíkurkirkju mánudaginn 9 maí kl. 14:00danartilkynn

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 2/5 2022

Andlát og útför

Helgi Sigurðsson lést laugardaginn 23.apríl. Útförin fer fram í Húsavíkurkirkju föstudaginn 6. maí kl. 14:00

blá lilja

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 2/5 2022

Skírnir í apríl.

Þann 9.apríl var Fanney skírð í Húsavíkurkirkju. Hún er dóttir Selmdísar Þráinsdóttur og Írisar Atladóttur. Skírnarvottar voru Árdís Rún Þráinsdóttir og Vilhjálmur Atlason.

Laugardaginn 16.apríl var Katrín Jökla skírð í sal Framsýnar við Garðarsbraut. Foreldrar hennar eru Elfa Björk Víðisdóttir og Birkir Örn Kristjánsson. Skírnarvottar voru Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir og Unnur Ílona Michaelsdóttir.

Hamingju- og blessunaróskir til skírnarbarna og ástvina. skírnarfontur

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 20/4 2022

Helgihald framundan

Gæti verið mynd af texti

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 7/4 2022

Andlát og útför

Unnur S. Káradóttir, Víðiholti,  lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík miðvikudaginn 16 mars. Útförin fer fram í Húsavíkurkirkju laugardaginn 26 mars kl. 14:00
 What is the national flower of Iceland? - Quora

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 18/3 2022

Útför – tengill á streymi

Útför Sigurlaugar Guðrúnar Egilsdóttur, Máná, fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 19.mars kl. 14.00

Hægt verður að fylgjast með í beinu streymi, hér er tengill á streymið : twitch.tv/hljodveridbruar

Sólveig Halla Kristjánsdóttir Halla, 18/3 2022

Húsavíkurkirkja er opin flesta daga frá kl. 9.00-16.00 yfir sumartímann. Velkomið er að heyra í kirkjuverði til að athuga með að skoða kirkjuna á öðrum tímum.
Kirkjuvörður í afleysingum er Kristján Arnarson sími hans er 865 5060

Sóknarprestur: Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Sími á skrifstofu er 464 1317, viðtalstímar eru þri- fimmt. kl. 10.00-12.00. Sóknarprestur er í fríi á mánudögum og skrifstofan er þá lokuð. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið solveigk@kirkjan.is Ef erindið þolir enga bið, hringið þá í 8207275

Kirkjuvarsla og meðhjálparastörf : Kristján Arnarson og Rosa Millan sími 865 5060

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 1317 , fax 464 1317 · Kerfi RSS