Húsavíkurkirkja

 

Hásláttur 2019 – Mæðgur með meiru

Sönghátíð Möggu Pálma í Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 18 júlí kl. 21.00. Aðalgestur er söngkonan, Berglind Björk Jónasdóttir. Píanisti er Jón Elísson. Kór eru söngkonur sem sungið hafa í sönghúsinu Domus Vox í Reykjavík. Einnig verður tónleikagestum boðið til samsöngs með sönghópnum.  Aðgangur er ókeypis.  Fjölmennum

Sighvatur Karlsson, 16/7 2019

Andlát og útför.

Brynhildur Gísladóttir, Sólvöllum 4 Húsavík lést á Dvalarheimilinu Hvammi   mánudaginn  8 júlí. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 19 júlí kl 11.00

Margrét Þórhallsdóttir, 10/7 2019

Andlát.

Sólveig Þrándardóttir, Mararbraut 5 Húsavík lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 8 júlí. Útförin fer fram í kyrrþey.

Margrét Þórhallsdóttir, 8/7 2019

Söngperlur að sumri

 

Tónleikar í Húsavíkurkirkju, sunnudaginn 14. Júlí kl. 17:00

Aðgangseyrir kr. 1500,-

 

Svafa Þórhallsdóttir, söngkona og Esben Nordborg Möller, flytja verk eftir Mendelsohn, Brahms og Grieg.

Þar að auki munu þau flytja íslenskar söngperlur m.a. eftir Kaldalóns, Atla Heimi og Jón Nordal.

Í lok tónleikanna verður samsöngur þar sem tónleikagestum gefst tækifæri á að syngja með.

Ekki missa af notalegri tónleikastund í Húsavíkurkirkju sunnudaginn 14.júlí  kl. 17:00

 

Um tónleikahaldara:

Bæði hafa lokið námi frá Konunglega tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn og taka þau virkan þátt í tónlistarlífinu í Danmörku.

Svafa starfar sem söngkona, kórstjóri og tónmenntakennari og Esben fæst við tónsmíðar og orgelleik.

 

Ekki skemmir að geta þess að Svafa rekur ættir sínar til Húsavíkur.  Barnabarnabarn Lúðvíks og Rúnu í Bala.

 

Gaman væri að sjá heimafólk sem aðra fjölmenna á tónleika þessa og taka virkilega vel á móti langt aðkomnu listafólki.

Sighvatur Karlsson, 6/7 2019

Skírn

Þorgerður Kristín Antonsdóttir var skírð í Húsavíkurkirkju 29. júní. Foreldrar hennar eru Sunna Kindt Steingrímsdóttir og Anton Freyr Kjartansson, Garðarsbraut 33, Húsavík. Skírnarvottar: Þorgerður Sif Kjartansdóttir og Vaka Jónsdóttir.

Sighvatur Karlsson, 6/7 2019

Andlát og útför

Sigurjón Þorgrímsson, Friggs gate 3 Stavanger Noregi lést á Stavanger Universitetssjukehus fimmtudaginn 27 júní. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 6 júlí kl.11.00.

Margrét Þórhallsdóttir, 1/7 2019

Andlát og útför

Þorgerður Gunnarsdóttir, Garðarsbraut 71 lést á Dvalarheimilinu Hvammi föstudaginn 28 júní. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 5 júlí kl. 14.00.

Margrét Þórhallsdóttir, 1/7 2019

Aðalsafnaðarfundur í Bjarnahúsi 10 júlí 2019 – Fundarboð

Aðalsafnaðarfundur í Bjarnahúsi.

Miðvikudaginn 10.júlí 2019

Kl. 20:00

Venjuleg aðalfundarstörf.

Sóknarnefnd.

Sighvatur Karlsson, 26/6 2019

Andlát

Kristínn Valgeir Magnússon, Grundargarði 6 Húsavík lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 19 júní. Útförin auglýst síðar.

Sighvatur Karlsson, 20/6 2019

Guðsþjónusta 17 júní kl. 11.00

Húsavíkurkirkja

Lýðveldisdagurinn

17 júní

Guðsþjónusta kl. 11.00

Félagar úr Kirkjukór Húsavíkur syngja undir stjórn Steinunnar Halldórsdóttur

Sr Sighvatur Karlsson predikar og þjónar fyrir altari

Fjölmennum

Sighvatur Karlsson, 11/6 2019









Húsavíkurkirkja er opin ferðafólki. Upplýsingar s. 861 1351 ( Kirkjuvörður ) Verið velkomin í Húsavíkurkirkju til að skoða hana og eiga þar kyrrðarstund.

Minningarkort Orgelsjóðs Húsavíkur fást hjá versluninni Blómabrekkunni sími 858 1810 og hjá versluninni Eymundsson Penninn, sími 540 2101 á Húsavík.

Viðtalstímar

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur

Virka daga frá kl. 11-12 s. 464 1317, farsími 861 2317

Öðrum tímum eftir samkomulagi

Netfang sóknarprests srhvati@simnet.is

Organisti Ilona Laido s 835 4105 ilona.laido@gmail.com

Meðhjálpari, kirkjuvörður og kirkjugarðsvörður

Guðbergur Ægisson s. 861 1351

Hann tekur við pöntunum fyrir kirkjuna og safnaðarheimilið Bjarnahús

netfang: spreki@simnet.is

Umsjón með útförum:

Margrét Þórhallsdóttir s. 897 7836

netfang: margretth@hsn.is

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 2136 , fax 464 1317 · Kerfi RSS