Húsavíkurkirkja

 

Af safnaðarstarfinu

Það var fjölmenni við guðsþjónustu í Hvammi, heimili aldraðra sunnudaginn 14 október. Kirkjukór Húsavíkur söng undir stjórn nýja organistans Ilonu Laido frá Eistlandi.   Sóknarprestur prédikaði og þjónaði fyrir altari. Um 80 manns sóttu þessa guðsþjónustu.  Sunnudagaskólinn var síðan í Bjarnahúsi kl. 14.00.   Aðsókn var með ágætum.  Næsti sunnudagsaskóli verður fyrsta sunnudag í nóvember í Bjarnahúsi.   Fermingarstörfin eru hafin í Bjarnahúsi. Árgangur 2005 telur 28 börn og hafa 26 ákveðið að fermast kirkjulega.  Fræðslan fer fram einu sinni í viku í Bjarnahúsi. Börnin taka virkan þátt í helgihaldinu, bæði guðsþjónustum og sunnudagaskólanum þar sem þau lesa ritningarvers og bænir og leika jafnvel á gítar í sunnudagaskólanum.  Landsmót æskulýðsfélaga verður haldið 26-28 október á Egilsstöðum. Stefnt er að því að fara með nokkur börn þangað frá Húsavík.

Sighvatur Karlsson, 14/10 2018

Andlát og útför 2017

Bryndís Guðjónsdóttir fæddist  14 október 1934 á Brimnesi á Langanesi. Hún lést 17 nóvember  2017 á Sjúkrahúsinu á Húsavík og var jarðsungin frá Húsavíkurkirkju 26. nóvember 2017

Sighvatur Karlsson, 14/10 2018

Andlát

Viðar Eiríksson, Túngötu 18, Húsavík lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 12. október. Útförin auglýst síðar.

Sighvatur Karlsson, 14/10 2018

Frá Sunnudagaskólanum

Sunnudagaskólinn verður í Bjarnahúsi Sunnudaginn 14 október kl. 14.00, athugið breyttan tíma. Fjölbreytt og skemmtileg gæðastund fyrir börnin sem fá leshefti með bibliusögum frá kirkjunni.  Verið velkomin.

Sighvatur Karlsson, 9/10 2018

Kirkjukórinn í Hvammi á sunnudag

Guðsþjónusta verður á Dvalarheimilinu Hvammi Sunnudaginn 14 október kl. 11.00.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Ilonu Laido og sóknarprestur þjónar. Fermingarbörn aðstoða.  Fjölmennum

Sighvatur Karlsson, 9/10 2018

Andlát og útför

Agnar Sigurjónsson, Dvalarheimilinu Hvammi er látinn. Útförin fór fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 13 október kl. 14.00

Sighvatur Karlsson, 7/10 2018

Stígandi aðsókn í sunnudagaskólann

Það hefur verið stígandi aðsókn í sunnudagaskólann í Bjarnahúsi en 27 voru sóttu samveruna í morgun. Það eru ánægjuleg tíðindi að sögn sóknarprests sem hvetur foreldra,afa og ömmur til að fjölmenna með börnin og barnabörnin í skólann.

Sighvatur Karlsson, 7/10 2018

Sunnudagaskóli í Bjarnahúsi 30 september kl. 11.00

Ég minni á Sunnudagaskólann í Bjarnahúsi í fyrramálið kl. 11.00. Hreyfisöngvar, biblíusaga, bænir og föndur.  Fjölmennið með börnin og barnabörnin í sunnudagaskólann!

Sighvatur Karlsson, 29/9 2018

Andlát og útför

Kristín Aðalheiður Þórðardóttir lést á Skógarbrekku 21 september. Útför hennar fór fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 6 október kl. 14.00.

Sighvatur Karlsson, 22/9 2018

Andlát og útför

Bjarni Sigurjónsson, Snælandi, Húsavík lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 22 september. Útförin fór fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 28 september kl. 14.00.

Sighvatur Karlsson, 22/9 2018

Húsavíkurkirkja er opin ferðafólki. Upplýsingar s. 861 1351 ( Kirkjuvörður ) Verið velkomin í Húsavíkurkirkju til að skoða hana og eiga þar kyrrðarstund.

Minningarkort Orgelsjóðs Húsavíkur fást hjá versluninni Blómabrekkunni sími 858 1810 og hjá versluninni Eymundsson Penninn, sími 540 2101 á Húsavík.

Viðtalstímar

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur

Virka daga frá kl. 11-12 s. 464 1317, farsími 861 2317

Öðrum tímum eftir samkomulagi

Netfang sóknarprests srhvati@simnet.is

Organisti Ilona Laido s 835 4105 ilona.laido@gmail.com

Meðhjálpari, kirkjuvörður og kirkjugarðsvörður

Guðbergur Ægisson s. 861 1351

Hann tekur við pöntunum fyrir kirkjuna og safnaðarheimilið Bjarnahús

netfang: spreki@simnet.is

Umsjón með útförum:

Margrét Þórhallsdóttir s. 897 7836

netfang: margretth@hsn.is

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 2136 , fax 464 1317 · Kerfi RSS