Húsavíkurkirkja

 

Aftansöngur á Gamlársdag kl. 18.00

Ég minni á Aftansönginn í Húsavíkurkirkju á Gamlársdag kl. 18.00. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Ilonu Laido. Hugvekju flytur Jóhanna Kristjánsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá HSN- Húsavík. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Fjölmennum.

Sighvatur Karlsson, 31/12 2018

Skírn

Viktor Örn Stefánsson var skírður 29 desember. Foreldrar hans eru Marianna Valdís Friðfinnsdóttir og Stefán Jón Sigurgeirsson, Lyngholti 8. Skírnarvottar:  Bjarney Anna Árnadóttir og Ásdís Jónsdóttir.

Sighvatur Karlsson, 31/12 2018

Skírn

Alexander Steingrímsson, Garðarsbraut 34 var skírður á Þorláksmessu, 23 desember. Foreldrar : Steingrímur Þór Ólafsson og Urxzula Kuderska. Skírnarvottar:  Luiza Durczak Dulik og Einar Þór Ólafsson.

Sighvatur Karlsson, 23/12 2018

Andlát og útför

Eymundur Kristjánsson, Baughóli 21 lést í Skógarbrekku 18 desember. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 28 desember kl. 14.00.

Sighvatur Karlsson, 21/12 2018

Jólastundin

Ég minni á Jólastund fjölskyldunnar í Húsavíkurkirkju í fyrramálið kl. 11.00 í umsjá sóknarprests. Fermingarbörn sýna helgileik, börnin heyra jólasöguna, börn úr tónlistarskólanum spila á hljóðfæri, Kertasníkir kemur í heimsókn og færir börnunum góðgæti og hjálpar börnunum að skreyta jólatré kirkjunnar. Almennur söngur. Fjölmennum !

Sighvatur Karlsson, 15/12 2018

Skírn

Heimir Dór Arnþórsson, Hjarðarhóli 18 var skírður 15 desember. Foreldrar: Ásrún Ásmundsdóttir og Arnþór Hermannsson, skírnarvottar:  Guðrún Eiríksdóttir og Hafþór Hermannsson.

Sighvatur Karlsson, 15/12 2018

Aðventutónleikar Kirkjukórs Húsavíkur

Aðventutónleikar Kirkjukórs Húsavíkur verða haldnir Sunnudaginn 9 desember kl. 17.00 í Húsavíkurkirkju. Fjölmennum!

Sighvatur Karlsson, 3/12 2018

Hjónavígsla

Þorbjörg Björnsdóttir og Sigmar Tryggvason Lágholti 8, Húsavík voru gefin saman í hjónaband  1 desember í Bjarnahúsi af sr Sighvati Karlssyni.  Svaramenn voru Ásta Hermannsdóttir og Ragnar Ragnarsson.

Sighvatur Karlsson, 2/12 2018

Vertu með !

Ég minni á Englasunnudagaskólaí Bjarnahúsi kl. 11.00 í fyrra málið. Við kveikjum á spádómskertinu á aðventukransi kirkjunnar. Hreyfisöngvar, biblíusaga, leikrit, tónlist og bænir
Gæðastund fyrir börnin í 35 mínútur
Vertu velkomin/n með barnið þitt

Með góðri kveðju

Sighvatur

Sighvatur Karlsson, 1/12 2018

Minningar -og þakkarguðsþjónusta

Sunnudaginn 4 nóvember kl. 11.00 verður sungin Minningar- og þakkarguðsþjónusta í Húsavíkurkirkju. Þá verður þeirra minnst sem látist hafa síðustu 12 mánuði í sókninni. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judit György og sr  Sighvatur Karlsson þjónar. Að lokinni guðsþjónustu er kirkjugestum boðið að þiggja veitingar í Bjarnahúsi í boði Soroptimista klúbbs Húsavíkur og nágrennis. Fjölmennum

Sighvatur Karlsson, 31/10 2018

Húsavíkurkirkja er opin ferðafólki. Upplýsingar s. 861 1351 ( Kirkjuvörður ) Verið velkomin í Húsavíkurkirkju til að skoða hana og eiga þar kyrrðarstund.

Minningarkort Orgelsjóðs Húsavíkur fást hjá versluninni Blómabrekkunni sími 858 1810 og hjá versluninni Eymundsson Penninn, sími 540 2101 á Húsavík.

Viðtalstímar

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur

Virka daga frá kl. 11-12 s. 464 1317, farsími 861 2317

Öðrum tímum eftir samkomulagi

Netfang sóknarprests srhvati@simnet.is

Organisti Ilona Laido s 835 4105 ilona.laido@gmail.com

Meðhjálpari, kirkjuvörður og kirkjugarðsvörður

Guðbergur Ægisson s. 861 1351

Hann tekur við pöntunum fyrir kirkjuna og safnaðarheimilið Bjarnahús

netfang: spreki@simnet.is

Umsjón með útförum:

Margrét Þórhallsdóttir s. 897 7836

netfang: margretth@hsn.is

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 2136 , fax 464 1317 · Kerfi RSS