Húsavíkurkirkja

 

Skírn

Kristín Birna Óladóttir var skírð í Húsavíkurkirkju 30 apríl. Foreldrar: Hulda Jónasdóttir og Óli Ásgeir Stueland Keransson, Holtagerði 14, Skírnarvottar: Kristbjörg Gunnarsdóttir og Ingþór Stueland Keransson.

Sighvatur Karlsson, 3/5 2016

Kirkjudagur aldraðra 5 maí – Uppstigningardagur

Í tilefni af Kirkjudegi aldraðra verður sungin guðsþjónusta í Húsavíkurkirkju á Uppstigningardag, fimmtudaginn 5 maí  kl. 14.00.  Sólseturskórinn syngur undir stjórn Steinunnar Halldórsdóttur og sóknarprestur þjónar. Jörg Erich Sondermann organisti leikur á orgel kirkjunnar.  Ræðurmaður verður Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri og fulltrúar eldri borgara lesa ritningarlestra. Að lokinni guðsþjónustu býður sóknarnefnd upp á kirkjukaffi í Bjarnahúsi.  Þess er vænst að sem flestir sjái sér fært að sækja guðsþjónustu og þiggja veitingar að henni lokinni.

Sighvatur Karlsson, 28/4 2016

Fögnum sumri í Þorgeirskirkju

Við ætlum að fagna sumri á sumardaginn fyrsta 21. apríl kl. 20.30 í Þorgeirskirkju. Kirkjukórar koma saman. Kórstjórnendur Dagný Pétursdóttir, Petra Björk Pálsdóttir, Jörg Sonderman og Jaan Alavere leiða saman hesta sína ef svo má að orði komast.

Þorgeirskirkja mynd

Margrét Bóasdóttir söngmálastýra Þjóðkirkjunnar verður með okkur og mun kenna nýja sálma. Prestar flytja ljóð á milli laga, þeir sr. Örnólfur Jóhannes Ólafsson, sr. Bolli Pétur Bollason, sr. Þorgrímur Daníelsson og sr. Sighvatur Karlsson. Mikill söngur og mikil gleði.

Verið öll hjartanlega velkomin og gleðilegt sumar!

Aðgangur ókeypis!!

Eftirfarandi kórar taka þátt: Kór Snartastaðakirkju, Kór Reykjahlíðarkirkju, Kór Skútustaðakirkju, Kór Þóroddstaðakirkju, Kór Lundarbrekkukirkju, Kór Þorgeirskirkju, Kór Hálskirkju, Kór Svalbarðskirkju, Kór Laufáss- og Grenivíkurkirkju, Kór Húsavíkurkirkju.

Sighvatur Karlsson, 18/4 2016

Guðsþjónusta Sunnudaginn 17 apríl

Guðsþjónusta verður Sunnudaginn 17 apríl kl. 11.00. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Jörg Sondermann. Sóknarprestur þjónar. Sama dag verður Helgistund í Hvammi kl. 13.10 í umsjá sóknarprests. Fjölmennum.

Sighvatur Karlsson, 7/4 2016

Aðalsafnaðarfundur Húsavíkursóknar

Aðalfundur Húsavíkursóknar verður haldinn

Í Bjarnahúsi, mánudaginn 18. apríl 2016 og hefst kl. 20:00

Venjuleg aðalfundarstörf.

Fjölmennum.

Sighvatur Karlsson, 31/3 2016

Hátíðarmessa á Páskadag

Á Páskadag verður Páskamessa í Húsavíkurkirkju kl. 11.00. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Jörg Erich Sondermann og sr Sighvatur Karlsson þjónar. Fjölmennum í messuna. Gleðilega Páska.

Sighvatur Karlsson, 25/3 2016

Passíusálmarnir lesnir í Húsavíkurkirkju í heild sinni í dag

Passíusálmaar Hallgríms Péturssonar verða lesnir í heild sinni í Húsavíkurkirkju í dag, föstudaginn langa, frá kl. 11.00 -15.30.  Milli lestra verður leikin klassísk tónlist af geisladiski.  Lesarar eru  auk sóknarprests, Hrönn Káradóttir, Bergljót Friðbjnarnardóttir, Emilía Harðardóttir, Stefán Sigtryggsson, Júlíusson Jónasson, Hafliði Jósteinsson og Eiður Árnason. Verið hjartanlega velkomin að líta við og hlýða á lesturinn.

Sighvatur Karlsson, 25/3 2016

Guðsþjónusta á Pálmasunnudag

Á Pálmasunnudag verður Guðsþjónusta í Húsavíkurkirkju kl. 11.00.  Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Jörg Sondermann. Sóknarprestur predikar og þjónar fyrir altari. Fjölmennum.

Sighvatur Karlsson, 19/3 2016

Guðsþjónusta 28 febrúar

Guðsþjónusta með altarisgöngu verður í Húsavíkurkirkju sunnudaginn 28 febrúar kl. 11.00.  Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Jörg Sondermann og sóknarprestur þjónar. Fjölmennum og eigum góða stund saman í kirkjunni.  Síðan verður Helgistund í Hvammi kl. 13.10.

Sighvatur Karlsson, 26/2 2016

Andlát

Jónasína Pétursdóttir, Vallholtsvegi 17, Húsavík lést á HSN- Húsavík föstudaginn 26 febrúar. Útförin fór fram 12 mars.

Sighvatur Karlsson, 26/2 2016

Húsavíkurkirkja er opin ferðafólki. Upplýsingar s. 861 1351 ( Kirkjuvörður ) Verið velkomin í Húsavíkurkirkju til að skoða hana og eiga þar kyrrðarstund.

Viðtalstímar

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur

Virka daga frá kl. 11-12 s. 464 1317, farsími 861 2317

Öðrum tímum eftir samkomulagi

Netfang sóknarprests
srhvati@simnet.is

Kirkjuorganisti. Jörg Sondermann s. 865 0308 í ársleyfi Judit György

netfang: jorg@simnet.is


Meðhjálpari, kirkjuvörður og kirkjugarðsvörður

Guðbergur Ægisson s. 861 1351

Hann tekur við pöntunum fyrir kirkjuna og safnaðarheimilið Bjarnahús

netfang: spreki@simnet.is

Umsjón með útförum:

Margrét Þórhallsdóttir s. 897 7836

netfang: maggatolla@heilhus.is

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 2136 , fax 464 1317 · Kerfi RSS