Húsavíkurkirkja

 

Andlát

Guðný Jósteinsdóttir, Grundargarði 1, Húsavík lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 27 nóvember. Útförin auglýst síðar.

Sighvatur Karlsson, 27/11 2014

Á döfinni hjá kirkjunni

Húsavíkurkirkja

Fimmtudagur: 27 nóvember

Kirkjuprakkarar frá kl. 16.30 -17.30 í Bjarnahúsi

Fræðsla, föndur og söngur fyrir alla krakka í 1-4 bekk í umsjá Ástu Magnúsdóttur.

Fyrsti sunnudagur í aðventu 30 nóvember

Sunnudagaskóli kl. 11.00 í Bjarnahúsi

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í umsjón Ástu Magnúsdóttur

Fjölmennum!

Guðsþjónusta kl. 11.00

Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judit György

Sóknarprestur predikar og þjónar fyrir altari

Vænst er góðrar þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra

Fjölmennuum

Sighvatur Karlsson, 24/11 2014

Andlát

Sigurður Hallmarsson, Vallholtsvegi 17, Húsavík lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 23 nóvember. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 6 desember kl. 13.00. Athugið tímasetningu útfararinnar !

Sighvatur Karlsson, 23/11 2014

Sunnudagaskólinn 23 nóvember

Sunnudagaskólinn gengur mjög vel í Bjarnahúsi. Þar hefur verið fullt út úr dyrum. Skólinn verður á sínum stað kl. 11.00 næsta sunnudag, 23 nóvember í umsjá Ástu Magnúsdóttur og fermingarbarna. Fjölmennum!

Sighvatur Karlsson, 19/11 2014

Kirkjuprakkarar

Kirkjuprakkarar –  Fræðsla, föndur og söngur fyrir alla krakka í 1-4 bekk, fimmtudaginn 20  nóvember frá kl. 16.30 – 17.30 í Bjarnahúsi í umsjá Ástu Magnúsdóttur. Foreldrar hvattir til að ræða um þetta við börnin og hvetja þau til að mæta. Það mættu  14 börn fyrir viku síðan þegar starfið hófst.

Sighvatur Karlsson, 19/11 2014

Messuheimsókn í Grundarkirkju í Eyjafirði

Kirkjukór Húsavíkur fer í messuheimsókn  í Eyjafjarðarsveit á sunnudaginn kemur  16 nóvember á degi íslenskrar tungu. Messa verður í Grundarkirkju kl. 14.00.  Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur með kirkjukórnum okkar í messunni. sr. Sighvatur Karlsson prédikar og þjónar fyrir altari.  Grundarkirkja er í vestanverðum dalnum suður af Hrafnagili. Allir velkomnir.

Sighvatur Karlsson, 14/11 2014

Kirkjuprakkarar – Nýjung í safnaðarstarfinu

Kirkjuprakkarar –  Fræðsla, föndur og söngur fyrir alla krakka í 1-4 bekk, fimmtudaginn 13 nóvember frá kl. 16.30 – 17.30 í Bjarnahúsi í umsjá Ástu Magnúsdóttur. Foreldrar hvattir til að ræða um þetta við börnin og hvetja þau til að mæta.

Sighvatur Karlsson, 11/11 2014

Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í Bjarnahúsi Sunnudaginn 16 nóvember kl. 11.00. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Fjölmennum með börnin.

Sighvatur Karlsson, 11/11 2014

Andlát

Indriði Björnsson, Dvalarheimilinu Hvammi, lést 11 nóvember á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.

Sighvatur Karlsson, 11/11 2014

Andlát

Kristján Gunnar Óskarsson, Fossvöllum 6 er látinn.

Sighvatur Karlsson, 8/11 2014

Húsavíkurkirkja er opin ferðafólki. Upplýsingar s. 464 2136. Verið velkomin í Húsavíkurkirkju til að skoða hana og eiga þar kyrrðarstund.

Viðtalstímar

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur

Virka daga frá kl. 11-12 s. 464 1317, farsími 861 2317

Öðrum tímum eftir samkomulagi

sighvatur.karlsson@kirkjan.is

Meðhjálpari og kirkjugarðsvörður
Guðbergur Ægisson s. 861 1351

Umsjón með útförum:
Margrét Þórhallsdóttir s. 897 7836

 

Húsavíkurkirkja. Sími 464 2136 , fax 464 1317 · Kerfi RSS