Húsavíkurkirkja

 

Guðsþjónusta á degi heilbrigðisþjónustunnar

Dagur heilbrigðisþjónustunnar innan þjóðkirkjunnar  er sunnudagurinn 16 október . Guðsþjónusta verður í Húsavíkurkirkju kl. 11.00 þar sem Heilsutríóið tekur þátt ásamt Kirkjukór Húsavíkur. Fermingarbörn lesa ritningarvers og bænir. Sóknarprestur predikar og þjónar fyrir altari. Fjölmennum.

Sighvatur Karlsson, 14/10 2016

Guðsþjónusta n.k. sunnudag 2 október

Almenn guðsþjónusta verður í Húsavíkurkirkju Sunnudaginn 2 október kl. 11.00. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judit György og sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Að lokinni guðsþjónustu verður fundur í kirkjunni um fermingarstörfin með foreldrum og börnum.  Allir eru hjartanlega velkomnir í guðsþjónustuna.

Sighvatur Karlsson, 30/9 2016

Guðsþjónusta í Hvammi 18 september kl. 14.00

Sunnudaginn 18 september kl. 14.00 verður sungin guðsþjónusta í Hvammi, dvalarheimili aldraðra. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judit Györyg og sóknarprestur predikar. Eldri borgarar eru hvattir til að fjölmenna í þessa guðsþjónustu í Hvammi.

Sighvatur Karlsson, 17/9 2016

Brúðkaup í september í kirkjunni

Guðrún Þórhildur Emilsdóttir og Guðbjartur Fannar Benediktsson, Stórhóli 43, Húsavík voru gefin saman í hjónaband 17. september í Húsavíkurkirkju. Svaramenn: Emil Ragnarsson og Benedikt Kr Jónasson.

Sighvatur Karlsson, 17/9 2016

Gifting í júlí

Elín Björg Harðardóttir og Jón Þór Ólason, Álftamýri 51 voru gefin saman í hjónaband á Einarsstöðum í Reykjahverfi 20 júlí 2016.  Svaramenn:  Þórdís Gunnarsdóttir og Árni Pétur Hilmarsson.

Sighvatur Karlsson, 17/9 2016

Forvarnardagur gegn sjálfsvígum 10 september

Alþjóðlegi sjálfsvígsforvarnardagurinn er 10 september.  Á vef þjóðkirkjunnar er minnt á hann og samverur honum tengdar.

Sighvatur Karlsson, 7/9 2016

Skírn

Sara Björk Hilmarsdóttir var skírð 4 september. Foreldrar: Eyrún Torfadóttir og Hilmar Valur Gunnarsson, Fossvöllum 22. Skírnarvottar: Jóhann Kristinn Gunnarsson og Þórunn Torfadóttir.

Sighvatur Karlsson, 6/9 2016

Skírn

Sigurður Emil Kristínarson var skírður 14 ágúst. Móðir hans er Kristín Ragnarsdóttir, Álfhóli 10, Húsavík. Skírnarvottar: Elín Jónasdóttir, Katrín Ragnarsdóttir og Elín Ragnarsdóttir.

Sighvatur Karlsson, 5/9 2016

Andlát

Guðríður Ragnarsdóttir, Hvammi, Húsavík lést 28 ágúst á Dvalarheimilinu Hvammi . Úför hennar fór fram laugardaginn 3 september frá Húsavíkurkirkju. Jarðsett var í Nesi.

Sighvatur Karlsson, 3/9 2016

Brúðkaup

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir og Arnar Guðmundsson, Vallholtsvegi 11, Húsavík voru gefin saman í hjónaband föstudaginn 12 ágúst. Svaramenn: Jóhann H Þórarinsson og Guðmundur A Jónsson.

Sighvatur Karlsson, 13/8 2016

Húsavíkurkirkja er opin ferðafólki. Upplýsingar s. 861 1351 ( Kirkjuvörður ) Verið velkomin í Húsavíkurkirkju til að skoða hana og eiga þar kyrrðarstund.

Viðtalstímar

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur

Virka daga frá kl. 11-12 s. 464 1317, farsími 861 2317

Öðrum tímum eftir samkomulagi

Netfang sóknarprests
srhvati@simnet.is

Kirkjuorganisti. Jörg Sondermann s. 865 0308 í ársleyfi Judit György

netfang: jorg@simnet.is


Meðhjálpari, kirkjuvörður og kirkjugarðsvörður

Guðbergur Ægisson s. 861 1351

Hann tekur við pöntunum fyrir kirkjuna og safnaðarheimilið Bjarnahús

netfang: spreki@simnet.is

Umsjón með útförum:

Margrét Þórhallsdóttir s. 897 7836

netfang: maggatolla@heilhus.is

 

Við Garðarsbraut á Húsavík. Sími 464 2136 , fax 464 1317 · Kerfi RSS