Húsavíkurkirkja

 

Sunnudagaskólinn 11 október

Sunnudagaskólinn verður í Bjarnahúsi sunnudaginn 11 október kl. 11.00. Fjölbreytt og skemmtileg samverustund í umsjón Ástu Magnúsdóttur. Fjölmennum með börnin og barnabörnin.

Sighvatur Karlsson, 10/10 2015

Skírn

Íris Björk var skírð í Húsavíkurkirkju 4 október. Foreldrar: Ragna Baldvinsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson. Skírnarvottar: Elvar Baldvinsson og Helga Dögg Aðalsteinsdóttir.

Sighvatur Karlsson, 10/10 2015

Skírn

Fannar Árni Stefánsson var skírður 3 október. Foreldrar: Marianna Valdís Friðfinnsdóttir og Stefán Jón Sigurgeirsson, Grundargarði 4, Skírnarvottar: Haukur og Ásgeir Sigurgeirssynir, Áslaug G Friðfinnsdóttir og Verna Kristín Friðfinnsdóttir.

Sighvatur Karlsson, 3/10 2015

Jörg Erich Sondermann kirkjuorganisti leysir Judit György af í eitt ár.

Jörg Erich Sondermann er fæddur 1957 í Witten í Þýskalandi. Hann stundaði kirkjutónlistarnám í Tónlistarháskólanum í Herford og Dortmund og lauk þaðan A-prófi. (1) Eftir það fór hann til Hamburg og  lauk einleikaraprófi (konsertprófi) á orgel 1982. Árin 1975 – 1997 starfaði hann sem organisti, sembalisti og kórstjóri í Bielefeld og Bönen (í Westfalen). (2) Frá árinu 1985 stóð hann fyrir tónlistarhátið er nefnist “Westfælische Bach – Tage”. (3) Jörg hefur haldið tónkeika víða um lönd m.a. í Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Sviss, Austurriki, Póllandi, Russlandi, Slóweniu, Lettlandi og Finnlandi. Í efnisvali sínu hefur hann lagt mesta áherslu á verk Johanns Sebastians Bachs auk verka núlifandi tónskálda.(4) Jörg fluttist til Íslands haustið 1997 og var til 2006 organisti í Hveragerðis- og Kotstrandarkirkju.Frá þeim tíma starfaði hann sem  organisti við Selfosskirkja (5) og lika frá okt. 2014 við Þorlákshafnarkirkju auk Strandarkirkju og Hjallakirkju (Ölfusi). Hann kenndi orgelleik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar 1999 – 2006 og kennari frá 1998 í Tónlistarskólanum í Árnessýslu.  Við bjóðum Jörg velkominn til starfa í Húsavíkursókn og væntum góðs samstarfs við hann í þágu sóknarbarna á gleði og sorgarstundum næsta árið.

Sighvatur Karlsson, 3/10 2015

Guðsþjónusta sunnudaginn 4 október kl. 11.00

Guðsþjónusta verður í Húsavíkurkirkju sunnudaginn 4 október kl. 11.00. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Jörg Sondermann. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra sem fá gjöf frá sóknarnefnd. Fjölmennum.

Sighvatur Karlsson, 3/10 2015

Sunnudagaskóli 4 október

Sunnudagaskóli verður í Bjarnahúsi sunnudaginn 4 október kl. 11.00. Fjölbreytt og skemmtileg samvera í umsjón Ástu Magnúsdóttur. Fjölmennum með börnin og barnabörnin

Sighvatur Karlsson, 3/10 2015

Skírn

Kristófer Aron var skírður 13 september. Foreldrar: Berta María Hreinsdóttir og Ragnar Hermannsson, Baughóli 46. Skírnarvottar: Sveinn Veigar Hreinsson og Ásta Hermannsdóttir.

Sighvatur Karlsson, 3/10 2015

Sunnudagaskólinn í Bjarnahúsi 20 september kl. 11.00

Ég minni á Sunnudagaskólann í Bjarnahúsi í fyrramálið kl. 11  Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í umsjá Ástu Magnúsardóttur. Fjölmennum með börnin og barnabörnin

Sighvatur Karlsson, 19/9 2015

Ég minni á guðsþjónustu í fyrramálið kl. 11 í Húsavíkurkirkju. Jörg Sandemann organisti leikur á orgelið í fyrstu guðsþjónustu sinni en hann leysir Judit György af í ársleyfi hennar. Kirkjukór Húsavíkur syngur og sóknarprestur þjónar fyrir altari. Að lokinni guðsþjónustu verður fundur um fermingarstörfin í kirkjunni. Fjölmennum í guðsþjónustuna

Sighvatur Karlsson, 12/9 2015

Helgistund í Hvammi 6 september

Það verður helgistund á Dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík á morgun sunnudaginn 6 september kl. 13.10 í umsjá sóknarprests. Almennur söngur verður við undirleik Kristínar Axelsdóttur. Ég hvet eldri borgara á Húsavík að koma á þessa helgistund með sínu fólki. Fjölmennum!

Sighvatur Karlsson, 5/9 2015

Húsavíkurkirkja er opin ferðafólki. Upplýsingar s. 861 1351 ( Kirkjuvörður ) Verið velkomin í Húsavíkurkirkju til að skoða hana og eiga þar kyrrðarstund.

Viðtalstímar

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur

Virka daga frá kl. 11-12 s. 464 1317, farsími 861 2317

Öðrum tímum eftir samkomulagi

Netfang sóknarprests
srhvati@simnet.is

Kirkjuorganisti. Jörg Sondermann s. 865 0308 í ársleyfi Judit György

netfang: jorg@simnet.is


Meðhjálpari, kirkjuvörður og kirkjugarðsvörður

Guðbergur Ægisson s. 861 1351

Hann tekur við pöntunum fyrir kirkjuna og safnaðarheimilið Bjarnahús

netfang: spreki@simnet.is

Umsjón með útförum:

Margrét Þórhallsdóttir s. 897 7836

netfang: maggatolla@heilhus.is

Miðvikudagur

Fermingarfræðsla í Bjarnahúsi kl. 14.-16.00

Dagskrá ...