Húsavíkurkirkja

 

Messa og Sunnudagaskóli

Guðsþjónusta verður í Húsavíkurkirkju Sunnudaginn 19 október kl. 11.00. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judit György. Sóknarprestur þjónar.

Sunnudagaskólinn verður samdægurs í Bjarnahúsi kl. 11.00. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í umsjá Ástu Magnúsdóttur og fermingarbarna. Fjölmennum!

Sighvatur Karlsson, 18/10 2014

Andlát

Hérdís Kristín Birgisdóttir, Vallholtsvegi 17, Húsavík lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 16 október. Útförin auglýst síðar.

Sighvatur Karlsson, 16/10 2014

Gleði, gleði, gleði í Sunnudagaskólanum í Bjarnahúsi

Sunnudagaskólinn hefur farið mjög vel af stað í Bjarnahúsi undir stjórn Ástu Magnúsdóttur en fjölmenni var þar í morgun og börnin skemmtu sér vel ásamt foreldrum sínum. 

Sighvatur Karlsson, 12/10 2014

Fermingarbúðir á Vestmannsvatni

Fermingarbörn frá Húsavík og Öxarfirði skemmtu sér vel í fermingarbúðum á Vestmannsvatni um helgina. sr. Sighvatur mundaði myndavélina en myndir segja stundum meira en mörg orð.  

Heiða frá Staðarfelli var matráður. sr. Jón Ármann og kona hans sr. Hildur héldu börnunum við efnið ásamt sr. Sighvati.

Sighvatur Karlsson, 12/10 2014

Myndir frá biskupsheimsókninni

Visitasíu biskups frú Agnesar Sigurðardóttur lauk með fjölmennri guðsþjónustu s.l. mánudagskvöld  sem um 200 kirkjugestir sóttu.  Góður rómur var gerður að prédikun biskups sem lagði út af guðspjallinu um látinn einkason ekkjunnar frá Nain. Fermingarbörn lásu ritningarlestra og aðstoðuðu í kirkjudyrum.  Stúlknakór Húsavíkur söng tvö lög undir stjórn Ástu Magnúsdóttur tónlistarkennara og uppskáru mikið lófaklapp.

Kirkjukór Húsavíkur annaðist messu og sálmasöng undir stjórn Judit György. Biskup lét þess sérstaklega getið hversu góður Kirkjukór Húsavíkur væri.

 

Biskup ávarpaði börnin í guðsþjónustunni og gaf þeim kross sem er mynd af krossi sem var lengi í Upsakirkju í Svarfaðardal en er nú varðveittur á Þjóðminjasafni Íslands.

Að lokinni guðsþjónustu skoðaði biskup kirkjuna og einstaka gripi hennar.   Sveitarstjórn Norðurþings bauð biskupi í hádegisverð í Sölku. 

 

 

Síðan var haldið í Norðlenska þar sem vinnslulínan var skoðuð með Sigmundi Hreiðarssyni í viðeigandi hlífðarfatnaði frá tá og upp úr. Biskup heimsótti síðan geðræktarmiðstöðina Setrið og Miðjuna. Fór síðan í heimsókn á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Ásgeir Böðvarsson yfirlæknir veitti þar leiðsögn. Þar heilsaði biskup öldruðum í Skógarbrekku og hlýddi  á tónlistarflutning HeilsutríosinsAð því loknu var farið á Dvalarheimilið Hvamm þar sem biskup fékk höfðinglegar móttökur og þáði veitingar og ávarpaði gamla fólkið.

 

 

Síðan var litið við á sambýlinu í Pálsgarði. Biskup átti síðan fund með sóknarnefnd sem bauð að lokum til kvöldverðar fyrir guðsþjónustu.

Virkilega ánægjulegur visitasíudagur að baki sem verður lengi í minnum hafður.

Sighvatur Karlsson, 9/10 2014

Dagskrá í Visitasíu biskups Íslands á Húsavík mánudaginn 6 október

Kl. 11.00 Fundur með sóknarpresti
Kl. 13.00 Vinnustaðaheimsókn, Norðlenska
Kl. 14.00 Heimsókn á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
Kl.15.00 Heimsókn á Dvalarheimilið Hvamm
Kl. 17.00. Fundur með sóknarnefnd
Kl. 20.00 Messa í Húsavíkurkirkju, kirkjuskoðun

Sighvatur Karlsson, 6/10 2014

Andlát

Jón Sigurðsson, Höfðavegi 32 lést í Skógarbrekku, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, föstudaginn 3 október. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 11 október kl. 14.00

Sighvatur Karlsson, 6/10 2014

Andlát

Samúel Þór Samúelsson, Laugarbrekku 19 varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 3 október. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 17 október kl. 14.00

Sighvatur Karlsson, 6/10 2014

Sunnudagaskóli 5 október í Bjarnahúsi

Sunnudagaskólinn fór vel af stað s.l. sunnudag en um 30 manns mættu. Við Ásta minnum á Sunnudagaskólann n.k. sunnudag 5 október kl. 11 í Bjarnahúsi og hvetjum foreldra til að fjölmenna með börnin.

 

Sighvatur Karlsson, 2/10 2014

Biskupsmessa mánudaginn 6 október kl. 20.00

Frú Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands

 vísiterar Húsavíkursöfnuð, prédikar og lýsir blessun

Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judit György

Stúlknakór Húsavíkur syngur undir stjórn Ástu Magnúsdóttur

Sóknarprestur þjónar fyrir altari

Biskup vill gjarnan ávarpa börnin í messunni

Fjölmennum!

Sighvatur Karlsson, 29/9 2014

Húsavíkurkirkja er opin ferðafólki. Upplýsingar s. 464 2136. Verið velkomin í Húsavíkurkirkju til að skoða hana og eiga þar kyrrðarstund.

Viðtalstímar

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur

Virka daga frá kl. 11-12 s. 464 1317, farsími 861 2317

Öðrum tímum eftir samkomulagi

sighvatur.karlsson@kirkjan.is

Meðhjálpari og kirkjugarðsvörður
Guðbergur Ægisson s. 861 1351

Umsjón með útförum:
Margrét Þórhallsdóttir s. 897 7836

Fimmtudagur

Kóræfing hjá Kirkjukór Húsavíkur kl. 19.30. Kirkjuorganisti og kórstjóri er Judit György
Fermingarfræðsla í Bjarnahúsi kl. 14.00 og 15.00

Dagskrá ...