Húsavíkurkirkja

 

Sumarbúðirnar við Vestmannsvatn 50 ára – afmælishátíð á morgun

Afmælishátíð verður haldin við Vestmannsvatn 21. september næstkomandi og hefst hún kl. 14.00 með guðsþjónustu í matsal. Tilefnið er að þann 28. júní árið 1964 vígði hr. Sigurbjörn Einarsson biskup sumarbúðir við Vestmannsvatn að viðstöddu miklu fjölmenni. Það voru þeir fyrrum biskupar hr. Pétur Sigurgeirsson og sr. Sigurður Guðmundsson sem hrundu þessari ágætu sumarbúðahugmynd af stað við vatnið heilnæma á sínum tíma.

Það hefur því verið kristnilíf við Vestmannsvatn í hálfa öld. Í dag þjónar staðurinn sem kirkjumiðstöð fyrir Eyjafjarða-og Þingeyjarprófastsdæmi og margvísleg verkefni fyrir börn og ungmenni eiga sér þarna stað einkum yfir sumartímann. Staðurinn á sér ófáa velunnara sem verða auðfúsugestir við þessa hátíð og vonum við að sem flestir geti látið sjá sig. Gott er að láta formann stjórnar kirkjumiðstöðvarinnar sr. Bolla Pétur Bollason í Laufási vita af þátttöku á netfangið bolli@laufas.is Guð blessi tilefnið og bjarta hátíð framunda

Bæklingur í tilefni dagsins má sækja hér á Pdf-formi

Sighvatur Karlsson, 20/9 2014

Ásta Magnúsdóttir hefur umsjón með Sunnudagaskólanum í vetur

Sóknarnefnd hefur ráðið Ástu Magnúsdóttur, tónmenntakennara og kórstjóra hjá Tónlistarskóla Húsavíkur til að hafa umsjón með Sunnudagaskóla Húsavíkurkirkju í vetur.  Undanfarna vetur hefur hún tekið þátt í sunnudagaskóla Akureyrarkirkju.  Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa hjá okkur og  óskum hennar Guðs blessunar í lífi og starfi.  Fyrsti Sunnudagaskólinn verður í Bjarnahúsi Sunnudaginn 28 september kl. 11.oo – gengið inn um aðaldyr.

Sighvatur Karlsson, 15/9 2014

Guðsþjónusta á Dvalarheimilinu Hvammi

Sunnudaginn 14 september kl. 13.30 verður Guðsþjónusta á Dvalalarheimilinu Hvammi, 2 hæð. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judit György. Sóknarprestur þjónar. Fjölmennum og eigum góða stund saman í Hvammi með gamla fólkinu okkar.

Sighvatur Karlsson, 9/9 2014

Kvöldguðsþjónusta

Kvöldguðsþjónusta í Húsavíkurkirkju Sunnudaginn 31 ágúst kl. 20.00. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judit György. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Fjömennum og tökum með okkur gesti!

Sighvatur Karlsson, 29/8 2014

Skírnir

Hulda María Sigþórsdóttir var skírð 16 ágúst. Foreldrar: Ásgerður Heba Aðalsteinsdóttir og Sigþór Sigurðsson, Skarðaborg. Skírnarvottar: Hulda Sigríður Ingadóttir og Sigurður Ágúst Þórarinsson.

Þorkell Vilmar Jónasson var skírður 23 ágúst. Foreldrar: Hólmfríður Sif Sveinbjörnsdóttir og Jónas Þorkelsson, Stórhóli 35. Húsavík.  Skírnarvottar. Íris Sveinbjörnsdóttir og Rán Guðmundsdóttir.

Sighvatur Karlsson, 29/8 2014

Andlát

Guðný Buch, Einarsstöðum lést 20 ágúst á Heilbrigðisstofnun Þingeyninga. Hún verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 30 ágúst

Sighvatur Karlsson, 29/8 2014

Kvöldguðsþjónusta 31 ágúst

Kvöldguðsþjónusta Sunnudaginn 31 ágúst kl. 20.00 í Húsavíkurkirkju. Kirkjukór Húsavíkur syngur undir stjórn Judit György. Sóknarprestur prédíkar og þjónar fyrir altari. Fjölmennum og tökum með okkur gesti.

Sighvatur Karlsson, 26/8 2014

Skírnir

Andri og Stefanía Sveinlaug Friðþórsbörn, voru skírð  24. júní. Foreldrar: Þórunn Soffía Þórðardóttir og Friðþór Smárason, Fensölum 2, Kópavog. Skírnarvottar: Þórður Jónsson, Stefanía Huld Gylfadóttir og Smári Kárason.

Freyja Júlíana Ágústardóttir var skírð 17 júlí. Foreldrar: Júlíana Kristín Jónsdóttir og Ágúst Arnórsson, Ólafsgeisla 22, Reykjavík. Skírnarvottar: Þórður Þórðarson, Sverrir Arnórsson, Krístín Sóla Þórðardóttir og Jón H Geirfinsson

Hrefna Hrund Halldórsdóttir var skírð 27.júlí. Foreldrar: Anna Júlíana Aðalsteinsdóttir og Halldór Örn Árnason., Þverholtum, 311 Borgarnesi. Skírnarvottar: Guðmundur Aðalsteinsson og Kristín Hrönn Árnadóttir.

Jökull Aðalgeirsson var skírður 26 júlí. Foreldrar: Hugrún Sif Harðardóttir og Aðalgeir Þorgrímsson, Straumsölum 11, 201 Kópavogi: Skírnarvottar: Júlíana Dagmar Erlingsdóttir og Oddný G Guðmundsdóttir.

Stefán Gunnar Guðmundsson var skírður 27 júlí. Foreldrar: Kristjana E Gunnarsdóttir og Guðmundur Aðalsteinsson, Ásgarðsvegi 16. Skírnarvottar: Anna Júlíana Aðalsteinsdóttir og Snædís Birna Björnsdóttir.

Bryndís Lína Ómarsdóttir var skírð 10 ágúst. Foreldrar: Tinna Þórarinsdóttir og Ómar Þorgeirsson, Sendiráði Moskvu, 150 Reykjavík. Skírnarvottar: Auður Þorgeirsdóttir og Rakel Þórarinsdóttir

Sighvatur Karlsson, 10/8 2014

Messa í Flateyjarkirkju Sunnudaginn 3 ágúst kl. 14.00

Messa í Flateyjarkirkju á Skjálfanda Sunnudaginn 3 ágúst  kl. 14.00
Félagar úr Kirkjukór Laugalandsprestakalls í Eyjafjarðarsveit og Kirkjukór Húsavíkurkirkju leiða söng undir stjórn Daníels Þorsteinssonar.
Sr. Sighvatur Karlsson á Húsavík prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hannesi Erni Blandon
Boðið verður upp á ferðir með Gentle Giants og upplýsingar um þær eru veittar í síma 4641500 og á netfanginu info@gentlegiants.is
Kirkjugestir taki með sér nesti og góða skapið
Fjölmennum!

Sighvatur Karlsson, 28/7 2014

Mærumessa Sunnudaginn 27 júlí kl. 11.00

Hin árlega Mærumessa verður haldin við Kvíabekk í Skrúðgarðinum á Húsavík Sunnudaginn 27 júí kl. 11.00. Jón Sigurjónsson leikur undir almennan söng á harmonikku. Fjölmennum í Mærumessuna !

Sighvatur Karlsson, 26/7 2014

Húsavíkurkirkja er opin ferðafólki. Upplýsingar s. 464 2136. Verið velkomin í Húsavíkurkirkju til að skoða hana og eiga þar kyrrðarstund.

Viðtalstímar

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur

Virka daga frá kl. 11-12 s. 464 1317, farsími 861 2317

Öðrum tímum eftir samkomulagi

sighvatur.karlsson@kirkjan.is

Meðhjálpari og kirkjugarðsvörður
Guðbergur Ægisson s. 861 1351

Umsjón með útförum:
Margrét Þórhallsdóttir s. 897 7836

 

Húsavíkurkirkja. Sími 464 2136 , fax 464 1317 · Kerfi RSS